Arsenal er að skoða það að kaupa Alexander Isak framherja Newcastle í sumar.
Ensk blöð fjalla um malið í dag en vitað er að Arsenal hefur áhuga á því að kaupa sér framherja í sumar.
Victor Osimhen og Ivan Toney hafa verið nefndir til sögunnar en nú er Isak komin á blað.
Isak hefur verið öflugur fyrir Newcastle en liðið gæti þurft að selja menn í sumar til að komast í gegnum FFP kerfið.
Isak er stór og sterkur framherji frá Svíþjóð en ljóst má vera að það væri mikil blóðtaka fyrir Newcastle að missa hann.