„Ég var að keyra 15 ára dóttur mína á skólaballið hennar,“ segir leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson í færslu á Facebook.
Á Jóhannes Haukur þar við dótturina Ólöfu Höllu, sem átti stórleik á móti föður sínum í kvikmyndinni Kuldi í fyrra sem gerð er eftir samnefndri bók Yrsu Sigurðardóttur.
„Hún er í rauðum kjól sem móðir hennar klæddist fyrir tuttugu og fimm árum. Hún vildi ekki leyfa mér að taka mynd af okkur saman (hún er að flýja sjáið þið) vegna þess að það hefði verið „hallærislegt“.
Ég náði bara þessari einu mynd af henni í kjólnum (hún er enn í úlpunni utan yfir (hún snýr að minnsta kosti að myndavélinni). Getur einhver vinsamlegast sett okkur saman á einni mynd? Takk,“ biður Jóhannes Haukur.
Og netverjar skila sínu, eins og alltaf og með kostulegum hætti.
Ljóst er að ekki eru allir að ná því hver „hallærislegi„ pabbinn er, á meðan aðrir halda ekki vatni yfir að fá að aðstoða leikara úr Game of Thrones seríunni.
„Takk fyrir að taka eftir mér Matt. Kann að meta það. Hvað stelpuna mína varðar er ég samt bara hallærislegi pabbi hennar,“ svarar Jóhannes Haukur hæverskur einum aðdáanda.
Og uppáhaldið okkar, þar sem netverji vill að Jóhannes Haukur laumi sér með á ballið: