Kona nokkur póstaði myndbandi á X þar sem hún lýsti yfir skelfingu sinni eftir að hafa horft á aðfarir karlmanns við að borða pizzu. Atvikið átti sér stað á Millers kránni í Kings Cross í London, þar sem ónefndi maðurinn sást deila Domino’s pizzu með vinum sínum, auk þess sem maðurinn var með hálfan lítra af Guinnessbjór.
Vel fór á með félögunum og maðurinn dýfði síðan pizzusneiðinni sinni ofan í bjórinn sinn og nartaði síðan í hana eins og ekkert væri eðlilegra. Konan Amarah Maddar, 26 ára, sem náði atvikinu á myndband var fyrir utan krána, sagðist hún ekki hafa trúað eigin augum og sagði að matarsamsetning mannsins væri „glæpsamleg“.
„Hverju varð ég vitni að? Að dýfa Domino’s í hálfan lítra af bjór er glæpsamlegt!'“
Karlmaðurinn sem varð ekkert var við að Maddar væri að taka hann upp naut hins vegar matar síns vel, en Maddar sagði að hún og félagar hennar hefðu gefið honum gælunafnið
„Lucky Dipper“.
What have I just witnessed, dipping Domino’s into your pint is criminal@Dominos_UK pic.twitter.com/UUJQGn9SkP
— amarahfaithmaddarx (@amarahmaddar) March 14, 2024
„Þetta var svo furðulegt. Vinir hans blikkuðu samt ekki. Við vorum öll að bilast úr hlátri og ég tók þetta upp til að sýna vinum okkar sem við vorum að fara að hitta af því ég vissi að þeir myndu ekki trúa okkar. Þetta var einfaldlega of skrítið til að deila því ekki með heiminum.“
Myndbandið hefur fengið yfir 100 þúsund áhorf og sagði einn í athugasemdum: „Þetta er lögreglumál.“ „Hann er frumkvöðull, láttu hann vera,“ sagði annar.
Þriðji benti á að þetta væri skárra en að setja ananas á pizzuna.