Jamie Carragher var verulega óhress með Cody Gakpo framherja Liverpool og innkomu hans gegn Manchester United í gær.
Gakpo hefur ekki fundið taktinn hjá Liverpool þessa tæpu 14 mánuði sem hann hefur verið hjá félaginu.
Gakpo var hent inn á í gær þegar Liverpool var með forystu en skiptingin bar ekki árangur.
„Gakpo spilar eins og leikurinn sé spilaður hægt,“ skrifaði Carragher á X-inu.
„Magnaður leikur og þetta eru frábær úrslit fyrir United, hjá Liverpool geta menn bara kennt sjálfum sér um.“
„Liverpool skoraði þrjú en samt voru allir sóknarmenn liðsins slakir, það er ekki hægt að kvarta of mikið því liðið hefur verið frábært allt tímabilið.“