Andri Már Eggertsson, íþróttafréttamaður á Stöð2 Sport var mættur á Old Trafford í gær þegar Manchester United tók á móti Liverpool.
United vann frækinn 4-3 sigur í framlengdum leik þar sem sigurmarkið kom þegar leiktíminn var við það að renna út.
Andri var í stúkunni og virtist ansi ánægður með óvæntan sigur Manchester United.
Þegar flautað var til leiksloka reif Andri sig úr að ofan og söng og trallaði. Birti hann myndband af því á X-inu.
Andri hefur slegið í gegn á Stöð2 Sport síðustu ár og þá sérstaklega í úrslitakeppnum í handbolta og körfubolta þar sem hann tekur menn á beinið og fær oft skemmtileg viðbrögð.
Hvað halda menn að þetta sé.. Orkumótið? Nei þetta er FA bikarinn https://t.co/EccJPBhqc9 pic.twitter.com/eHsZLkyCum
— Andri Már (@nablinn) March 17, 2024