fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Súsanna greindist með ólæknandi krabbamein – „Ég fór á milli lækna en aldrei fannst neitt, þar til mamma bað mig um að gefa einum húðlækni séns“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 18. mars 2024 08:14

Súsanna ásamt Tinnu Barkardóttur, umsjónarmanni Sterk saman.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Súsanna Sif Jónsdóttir er 32 ára móðir, eiginkona og í bata frá alkóhólisma. Hún er nýjasti gestur hlaðvarpsins Sterk saman.

Súsanna ólst upp fyrstu árin í Vestmannaeyjum en flutti þaðan og hóf skólagöngu í Breiðholti.

„Skólagangan gekk vel, ég þurfti aldrei að hafa neitt fyrir námi en ég lenti í einelti í grunnskóla og byrjaði í neyslu aðeins 12 ára gömul.“ Hún segir frá því að hún hafi strax á grunnskólaaldri verið búin að missa tökin á neyslunni.

„Mamma fór fyrst með mig að hitta áfengisráðgjafa þegar ég var 14 ára. Það var mikið um unglingadrykkju í mínum árgangi svo það var ekkert tiltökumál. Ég mætti stundum drukkin í skólann í 10. bekk.“

„Ég fann að ég var heil þegar ég var undir áhrifum, fyrir það var alltaf eins og það vantaði eitthvað. Ég skildi ekki af hverju fólk gerði ekki alltaf það sem var gott, mér fannst gott að nota og þá vildi ég alltaf nota.“

Súsanna var ung, 17 ára, þegar hún fór á Vog í fyrsta skipti en þá hafði móðir hennar vísað henni út af heimilinu sökum neyslu og hún reynt að búa með vinkonu sinni í leiguhúsnæði. „Ég var búin að reyna að stjórna neyslunni og kom út af Vogi og reyndi að breyta neyslu vina minna og umhverfinu en var ekki tilbúin að breyta mér eða mínu mynstri svo það dugði bara í nokkrar vikur.“

Dauðalistinn

Nokkrum árum síðar, eftir nokkrar innlagnir og mikla neyslu var Súsanna á svokölluðum dauðalista og komst ekki inn í meðferð.

„Ég komst ekki inn á Vog, þeir voru ekki spenntir að fá mig, skiljanlega kannski. Ég var á dauðalistanum og vildi hætta. Ég bað pabba að fá bústað fyrir mig og fékk fráhvarfslyf á Vogi til að taka með mér og frændi minn kom með mér. Ég var þar í sex daga og tók út fráhvörfin og fór síðan inn í 12 spora samtök til þess að sanna fyrir fólki að þau myndu ekki virka fyrir mig.“

Súsanna hefur verið í bata frá vímuefnavanda síðan þá, frá því í mars 2012.

Greindist með krabbamein

Nokkrum árum síðar hafði Súsanna verið veik í margar vikur og fengið margar sýkingar. „Ég fór á milli lækna en aldrei fannst neitt að mér þar til mamma bað mig um að gefa einum húðlækni séns. Þar kom í ljós að ég var með krabbamein.“

Fyrsta sem hún hugsaði þegar hún fékk greininguna var hvernig hún gæti sagt foreldrum sínum þessar fréttir án þess að það færi allt á hvolf. „Ég hélt í raun litla kynningu fyrir þau um þessa tegund krabbameins þar sem það var ólæknandi en yfirleitt deyr fólk með þetta krabbamein en ekki úr því.“

Í miðri krabbameinsmeðferð tók hún sér pásu til að gifta sig og eignast barn, áður en lyfin myndu taka hárið og gera hana ófrjóa. Undanfarin ár hefur hún barist við krabbamein, fyrst það sem hún greindist með 25 ára en síðar stökkbreyttist það og hún þurfti hún að fara í beinmergsskipti til Svíþjóðar og segir hún okkur frá því erfiða verkefni sem hún tók með miklu æðruleysi.

Hlustaðu á þáttinn hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone