Svæðið þar sem eyjan fannst er þekkt eldfjallasvæði. Á þessu svæði sáu vísindamennirnir steina sem litu frekar út fyrir að eiga að vera á þurru landi en hafsbotni.
Eos.org segir að þegar vísindamennirnir horfðu á myndbandsupptöku frá svæðinu, sem er á 650 metra dýpi, hafi óvenjulegur rauður leir vakið athygli þeirra. „Þú finnur ekki bara rauðan leir á hafsbotni,“ sagði Bramley Murton, sjávarjarðfræðingur, sem tók þátt í rannsókninni. Hann sagði að þetta hafi líkst jarðvegi frá hitabeltissvæði.
Í nýlegri rannsókn sýna vísindamennirnir fram á að leirinn gæti hafa myndast við veðrun í hitabeltisloftslagi, hita og raka. Þetta nýjasta vísbendingin um að á þessu svæði, sem er um 1.200 km frá strönd Brasilíu, hafi eitt sinn verið eyja.
„Ímyndaðu þér gróskumikla hitabeltiseyju síga niður í öldurnar og liggja frosinn í tíma. Það er það sem við fundum,“ sagði Murton sem er meðhöfundur að rannsókninni.
Hann og félagar hans telja að eyjan hafi verið svipuð á stærð og Ísland eða um einn fimmti af stærð Rio Grand Rise sem myndaðist fyrir 80 milljónum árum. Þá varð mikið eldgos á svæðinu sem varð til þess að til varð „Krítartíma útgáfa af Íslandi“ að sögn Murton. Þegar dró úr gosvirkninni færðist gosflekinn í vesturátt eftir Atlantshafi og sökk að lokum.