fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

Ný kenning um tilurð Sfinxins í Egyptalandi

Pressan
Sunnudaginn 24. mars 2024 09:30

Sfinxin er eitt þekktasta kennileiti Egyptalands.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hugsanlega gerði veðrun að verkum að klettar í Egyptalandi hinu forna mótuðust að einhverju leyti eins og sfinx og að Egyptar hafi síðan tekið við og mótað þetta frekar og úr orðið hinn heimsþekkti Sfinx.

Sfinxinn er 4.500 ára gamall minnisvarði í Giza. Hann stendur fyrir framan Khafre pýramídann.

Live Science segir að samkvæmt því sem kemur fram í nýrri rannsókn, sem hefur verið birt í vísindaritinu Physical Review Fluids, þá hafi menn mótað Sfinxin úr veðurbörðum kletti sem hafði tekið á sig einhverskonar mynd af sfinxi.

Vísindamennirnir, sem eru frá New York háskóla, segja að ef Egyptar hafi skapað Sfinxin úr veðurbörðum kletti, þá hafi þeir þurft að móta hann af mikilli nákvæmni og þannig hafi þeir gefið honum hið þekkta útlit hans sem hefur lifað af í mörg þúsund ár.

Vísindamennirnir settu mjúkan leir, með hörðu efni innan í, í vatnsgöng þar sem hraður straumur líkir eftir veðrun í mörg þúsund ár. Í upphafi „veðraði“ vatnið leirinn í hálfhring. Þegar „veðrunin“ hélt áfram tók hann á sig mynd sfinx.

Leif Ristroph, aðalhöfundur rannsóknarinnar, sagði Live Science að með þessu hafi verið sýnt fram á að veðrun getur skapað form sem líkist liggjandi ljóni með reist höfuð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi