fbpx
Sunnudagur 01.september 2024
Pressan

Ný kenning um tilurð Sfinxins í Egyptalandi

Pressan
Sunnudaginn 24. mars 2024 09:30

Sfinxin er eitt þekktasta kennileiti Egyptalands.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hugsanlega gerði veðrun að verkum að klettar í Egyptalandi hinu forna mótuðust að einhverju leyti eins og sfinx og að Egyptar hafi síðan tekið við og mótað þetta frekar og úr orðið hinn heimsþekkti Sfinx.

Sfinxinn er 4.500 ára gamall minnisvarði í Giza. Hann stendur fyrir framan Khafre pýramídann.

Live Science segir að samkvæmt því sem kemur fram í nýrri rannsókn, sem hefur verið birt í vísindaritinu Physical Review Fluids, þá hafi menn mótað Sfinxin úr veðurbörðum kletti sem hafði tekið á sig einhverskonar mynd af sfinxi.

Vísindamennirnir, sem eru frá New York háskóla, segja að ef Egyptar hafi skapað Sfinxin úr veðurbörðum kletti, þá hafi þeir þurft að móta hann af mikilli nákvæmni og þannig hafi þeir gefið honum hið þekkta útlit hans sem hefur lifað af í mörg þúsund ár.

Vísindamennirnir settu mjúkan leir, með hörðu efni innan í, í vatnsgöng þar sem hraður straumur líkir eftir veðrun í mörg þúsund ár. Í upphafi „veðraði“ vatnið leirinn í hálfhring. Þegar „veðrunin“ hélt áfram tók hann á sig mynd sfinx.

Leif Ristroph, aðalhöfundur rannsóknarinnar, sagði Live Science að með þessu hafi verið sýnt fram á að veðrun getur skapað form sem líkist liggjandi ljóni með reist höfuð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sat látin við skrifborðið sitt í nokkra daga og enginn tók eftir því

Sat látin við skrifborðið sitt í nokkra daga og enginn tók eftir því
Pressan
Í gær

Fyrrum forstjóri Netflix hvetur fólk til að vinna ekki svona mikið

Fyrrum forstjóri Netflix hvetur fólk til að vinna ekki svona mikið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lík hans fannst í helli árið 1977 – Nú er loksins búið að bera kennsl á hann

Lík hans fannst í helli árið 1977 – Nú er loksins búið að bera kennsl á hann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ellilífeyrisþegi lét innbrotsþjófinn finna hvar Davíð keypti ölið

Ellilífeyrisþegi lét innbrotsþjófinn finna hvar Davíð keypti ölið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deadpool-morðinginn dæmdur til dauða: „Ég hef aldrei séð neinn jafn illan og hann“

Deadpool-morðinginn dæmdur til dauða: „Ég hef aldrei séð neinn jafn illan og hann“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fara fram á dauðadóm yfir þremur Bandaríkjamönnum

Fara fram á dauðadóm yfir þremur Bandaríkjamönnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Meiri líkur á bílveiki þegar ekið er í rafbíl

Meiri líkur á bílveiki þegar ekið er í rafbíl
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún vinnur við að fjarlægja skapahár en eitt neitar hún að gera

Hún vinnur við að fjarlægja skapahár en eitt neitar hún að gera