fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Athyglisverð niðurstaða nýrrar rannsóknar um langvarandi eftirköst COVID-19 – Ekki verri en inflúensa

Pressan
Mánudaginn 18. mars 2024 04:26

Mynd:EPA-EFE/STEPHANIE LECOCQ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þau eftirköst, sem sumir glíma við eftir að hafa fengið COVID-19, eru ekki verri en þau einkenni sem geta komið fram eftir inflúensu.

Þetta er niðurstaða nýrrar ástralskrar rannsóknar að sögn The Guardian. John Gerrard, sem er aðalhöfundur rannsóknarinnar, sagðist vonast til að niðurstaðan dragi úr ótta fólks við langvarandi COVID-19.

„Við teljum að það sé kominn tími til að hætt að nota orð eins og „langvarandi COVID“. Það bendir ranglega til að langvarandi sjúkdómseinkenni tengist COVID og það getur valdið ónauðsynlegri hræðslu, sem getur í sumum tilfellum dregið úr bata COVID-sjúklinga,“ sagði hann að sögn The Guardian.

Í rannsókninni var fylgst með 5.112 manns í Queensland í Ástralíu í eitt ár. 2.399 greindust með COVID-19, 995 með inflúensu en hinir sluppu alveg við veikindi.

Árið síðar var spurningalisti sendur til fólksins og var það spurt út í eftirköst og langvarandi einkenni. 16% glímdu við langvarandi sjúkdómseinkenni ári síðar og 3,6% sögðust glíma við miðlungs til mikilla eftirkasta. 3% glímdu við eftirköst COVID-19 og 3,4% við eftirköst eftir inflúensu.

Rannsóknin leiddi ekki í ljós nein merki þess að þeir sem fengu COVID-19 hafi frekar átt á hættu að glíma við langvarandi sjúkdómseinkenni en þeir sem ekki fengu COVID-19.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

25 mafíósar handteknir – Þar á meðal nunna

25 mafíósar handteknir – Þar á meðal nunna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamenn hafa uppgötvað raunverulegu ástæðuna fyrir að konur gera sér upp fullnægingu

Vísindamenn hafa uppgötvað raunverulegu ástæðuna fyrir að konur gera sér upp fullnægingu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi