Erik ten Hag var gríðarlega sáttur með sína menn í kvöld er Manchester United vann Liverpool 4-3.
Um var að ræða framlengdan leik í enska bikarnum en United lenti 3-2 undir í framlengingu og skoraði svo tvö mörk til að tryggja sigur.
,,Fyrstu 35 mínúturnar voru þær bestu á þessu tímabili að mínu mati,“ sagði Ten Hag við ITV.
,,Við spiluðum eins lið en síðar mynduðust opnanir í vörninni og þú mátt ekki gerta það gegn liði eins og Liverpool – þeir yfirspila þig.“
,,Við gerðum breytingar og tókum áhættu, við treystum á einn gegn einum og leikmennirnir voru stórkostlegir – viðhorfið var frábært sem og ákveðnin.“
,,Allir höfðu trú á að við gætum unnið þennan leik, við reyndum og náðum í úrslitin.“