Ivan Toney hefur grínast með það að það sé hans draumur að spila fyrir spænska stórliðið Real Madrid.
Litlar sem sem engar líkur eru á að Toney fari til Madrid í sumar en hann mun þó líklega yfirgefa Brentford.
Toney var spurður út í sitt fullkomna sumar og nefnir einnig að hann vilji spila með Englandi í lokakeppni EM.
Um er að ræða 28 ára gamlan sóknarmann sem mörg stórlið á Englandi eru að skoða fyrir næsta tímabil.
,,Ég verð hluti af landsliðshópnum á EM og svo vinnum við mótið!“ sagði Toney brosandi.
,,Ef Brentford myndi selja mig og græðir sinn pening… Ég flyt til Madrid!“