Hinn efnilegi William Cole Campbell hefur ákveðið að spila fyrir Bandaríkin frekar en Ísland en frá þessu var greint í vikunni.
Cole segir að Aron Jóhannsson hafi haft áhrif á ákvörðun sína en Aron ákvað sjálfur að leika fyrir Bandaríkin á sínum tíma og fór með liðinu á HM 2014.
Cole er gríðarlega efnilegur leikmaður og spilar með Dortmund í Þýskalandi en hann er 18 ára gamall.
Móðir leikmannsins er fyrrum landsliðskonan Rakel Björk Ögmundsdóttir og gat Cole valið að spila fyrir bæði lönd.
,,Ég spilaði eitt sinn gegn Aroni Jóhannssyni og hann sagði mér að ég þyrfti að íhuga það að spila fyrir Bandaríkin,“ sagði Cole en Aron er í dag leikmaður Vals.
,,Hann sagði að þetta væri ákvörðun sem hann myndi taka aftur.“