Enginn leikmaður í sögu þýsku Bundesligunnar hefur skorað 31 mark á sínu fyrsta tímabili fyrir utan einn mann.
Sá maður er að sjálfsögðu Harry Kane sem skoraði í öruggum sigri Bayern á Darmstadt í gær.
Kane hefur nú skorað 31 deildarmark í Bundesligunni en hann kom aðeins til félagsins frá Tottenham í sumar.
Enginn leikmaður hefur náð að skora eins mikið á sínu fyrsta tímabili og er árangur leikmannsins í raun magnaður.
Uwe Seeler átti metið en hann skoraði 30 mörk á sinni fyrstu leiktíð í deildinni.