West Ham 1 – 1 Aston Villa
1-0 Michail Antonio(’29)
1-1 Nicolo Zaniolo(’79)
Eina leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni er nú lokið en West Ham og Aston Villa áttust við í London.
Leikurinn ekki of fjörugur að þessu sinni en honum lauk með 1-1 jafntefli þar sem Nicolo Zaniolo tryggði gestunum stig.
Zaniolo skoraði jöfnunarmark Villa er um 11 mínútur voru eftir en West Ham tók forystuna á þeirri 79.
Villa hefði þurft á sigri að halda í viðureigninni í Meistaradeildarbaráttu en liðið er aðeins þremur stigum á undan Tottenham sem er sæti neðar eða í því fimmta.
Tvö mörk voru dæmd af West Ham í leiknum fyrir hendi en seinna atvikið átti sér stað á 96. mínútu í uppbótartíma.