Chelsea 4 – 2 Leicester
1-0 Marc Cucurella(’13)
2-0 Cole Palmer(’43)
2-1 Axel Disasi(’51, sjálfsmark)
2-2 Stephy Mavididi(’62)
3-2 Carney Chukwuemeka(’90)
4-2 Noni Madueke(’90)
Chelsea er komið áfram í undanúrslit enska bikarsins eftir skemmtilegan leik við Leicester City í dag.
Chelsea virtist ætla að sigla þægilegum sigri að þessu sinni en Marc Cucurella og Cole Palmer skoruðu mörk liðsins í fyrri hálfleik.
Heimamenn gátu skorað annað mark í stöðunni 1-0 en Raheem Sterling klikkaði þá á vítaspyrnu.
Leicester kom til baka óvænt í seinni hjálfleik en fyrra markið var sjálfsmark frá Axel Disasi, afskaplega slysalegt en Stephy Mavididi skoraði svo jöfnunarmark gestanna.
Gestirnir misstu svo mann af velli á 73. mínútu en Callum Doyle fékk beint rautt spjald fyrir klaufalegt brot.
Chelsea tók öll völd á vellinum eftir það og skoraði tvö mörk í uppbótartíma og vann að lokum 4-2 sigur.