fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Enski bikarinn: Chelsea hafði betur gegn tíu mönnum Leicester – Tvö mörk í blálokin

Victor Pálsson
Sunnudaginn 17. mars 2024 14:56

Palmer var sjóðandi heitur í leiknum. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chelsea 4 – 2 Leicester
1-0 Marc Cucurella(’13)
2-0 Cole Palmer(’43)
2-1 Axel Disasi(’51, sjálfsmark)
2-2 Stephy Mavididi(’62)
3-2 Carney Chukwuemeka(’90)
4-2 Noni Madueke(’90)

Chelsea er komið áfram í undanúrslit enska bikarsins eftir skemmtilegan leik við Leicester City í dag.

Chelsea virtist ætla að sigla þægilegum sigri að þessu sinni en Marc Cucurella og Cole Palmer skoruðu mörk liðsins í fyrri hálfleik.

Heimamenn gátu skorað annað mark í stöðunni 1-0 en Raheem Sterling klikkaði þá á vítaspyrnu.

Leicester kom til baka óvænt í seinni hjálfleik en fyrra markið var sjálfsmark frá Axel Disasi, afskaplega slysalegt en Stephy Mavididi skoraði svo jöfnunarmark gestanna.

Gestirnir misstu svo mann af velli á 73. mínútu en Callum Doyle fékk beint rautt spjald fyrir klaufalegt brot.

Chelsea tók öll völd á vellinum eftir það og skoraði tvö mörk í uppbótartíma og vann að lokum 4-2 sigur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Byrjunarliðin í enska boltanum – Liverpool og Arsenal í eldlínunni

Byrjunarliðin í enska boltanum – Liverpool og Arsenal í eldlínunni
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Kaupin á Everton loksins að ganga í gegn

Kaupin á Everton loksins að ganga í gegn
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Þjálfarinn ræddi aldrei við Sævar á meðan hann var í starfi – „Pælingarnar hans góðar en hann kom þeim svo illa frá sér“

Þjálfarinn ræddi aldrei við Sævar á meðan hann var í starfi – „Pælingarnar hans góðar en hann kom þeim svo illa frá sér“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Segja að Salah sé hrokafullur og ómerkilegur eftir þessi ummæli – ,,Enginn annar en ég“

Segja að Salah sé hrokafullur og ómerkilegur eftir þessi ummæli – ,,Enginn annar en ég“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Missti fyrirliðabandið eftir óásættanlega hegðun gegn West Ham

Missti fyrirliðabandið eftir óásættanlega hegðun gegn West Ham
433Sport
Í gær

Hraunaði yfir eigin leikmann eftir gærkvöldið

Hraunaði yfir eigin leikmann eftir gærkvöldið
433Sport
Í gær

Lýsir súrealísku augnabliki – Var beðinn um að hringja í Gylfa Þór og bjóða honum út að borða

Lýsir súrealísku augnabliki – Var beðinn um að hringja í Gylfa Þór og bjóða honum út að borða