fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Það helsta frá gosstöðvunum: Dregið úr kraftinum en áhyggjur af innviðum

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 17. mars 2024 09:33

Elgosið hófst á níunda tímanum í gærkvöld. Mynd/Almannavarnir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nótt dró verulega úr krafti og hraunrennsli eldgossins sem hófst í gærkvöldi á Reykjanesskaga. Slokknað hefur í kvikustrókum og allt eins er búist við því að það gæti hætt seinna í dag.

Þetta kemur fram á facebook hópnum Eldfjalla- og náttúruvárhópi Suðurlands, þar sem fylgst er grannt með jarðhræringum sem þessum.

„Gossprungan var upprunalega áætluð 3500 metra löng. Nú gýs á tveimur sprunguhlutum sem samanlagt eru nokkur hundruð metra langir. Hraun rennur áfram áleiðis að Grindavík en þar hefur hrauntungan staðnað um 750 m frá Suðustrandarvegi. Þá rann hraun yfir Grindavíkurveg um miðnætti en náði ekki jafn langt til vesturs og hraunið sem skemmdi lögnina 8. febrúar,“ stendur í færslu hópsins.

Aðeins einn vegur að Grindavík

Bergþóra Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Vegagerðinni, sagði í útvarpsviðtali hjá Rás 2 í morgun að hún gerði ráð fyrir að gerður yrði nýr Suðustrandarvegur. Það er að hann yrði færður út fyrir það svæði sem verið er að vinna við.

Einnig að stefnt væri að því að leggja nýjan Grindavíkurveg yfir það hraun þegar það er orðið tímabært.

Eins og er er að eins hægt að komast til Grindavíkur um Nesveg. Sá vegur er laskaður en ökufær. Nesvegur þolir hins vegar ekki að vera eini vegurinn til Grindavíkur til lengdar ef það á að flytja mikið af stórum og þungum farartækjum um hann.

Mestar áhyggjur af innviðum

Almannavarnir hafa mestar áhyggjur af innviðunum. Auk veganna er grannt fylgst með háspennulögnum, ljósleiðaralögnum og kaldavatnslögnum sem eru nálægt hraunrennslinu. Hins vegar hefur farið nokkur vinna við að fergja þessar lagnir til að verja þær fyrir hraunflæði.

Þá hefur HS Orka veitt kaldara vatni en venjulega um æðina að Njarðvík svo hún kæli sig innan frá ef hraun fer yfir.

Verktakar sem unnu á svæðinu í nótt hafa nú verið sendir heimi í hvíld. Í samtali við RÚV sagði Víðir Reynisson sviðsstjóri Almannavarna að búið væri að gera það sem þarf að gera við Svartsengi og svæðinu um kring.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Vísaði frá máli gegn Donald Trump varðandi stuld á leynilegum skjölum – Skipaði sjálfur dómarann í embætti

Vísaði frá máli gegn Donald Trump varðandi stuld á leynilegum skjölum – Skipaði sjálfur dómarann í embætti
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Pétur Jökull verður dreginn fyrir dóm í ágústmánuði

Pétur Jökull verður dreginn fyrir dóm í ágústmánuði
Fréttir
Í gær

Trump í fyrsta viðtalinu eftir árásina – „Ég á að vera dauður“

Trump í fyrsta viðtalinu eftir árásina – „Ég á að vera dauður“
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir fjölskyldu Viðars – „Setti mig og börnin okkar alltaf í fyrsta sæti“

Safnað fyrir fjölskyldu Viðars – „Setti mig og börnin okkar alltaf í fyrsta sæti“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill