Tottenham fékk skell í ensku úrvalsdeildinni í gær er liðið mætti Fulham á útivelli í mikilvægum leik.
Tottenham tapaði dýrmætum stigum í Meistaradeildarbaráttu en Fulham vann þennan leik, 3-0.
Fyrirliði Tottenham, Heung Min Son, segir að allir leikmenn liðsins þurfi í eigin barm eftir frammistöðu gærdagsins.
,,Þetta eru gríðarlega svekkjandi og pirrandi úrslit, allir þurfa að horfa í spegil og hugsa með sér: ‘Þetta var mér að kenna,’ sagði Son við blaðamenn.
,,Frammistaðan var einfaldlega ekki nógu góð og ekki líkt því sem við höfum sýnt á þessu tímabili.“
,,Ef spilamennskan er ekki upp á tíu þá er þér refsað svona. Aston Villa er frábært lið en það er Fulham líka, öll liðin eru með hágæða leikmenn.“