Burnley vann sterkan heimasigur á Brentford í fallbaráttunni í ensku úrvalsdeildinni í dag þar sem Jóhann Berg Guðmundsson kom ekkert við sögu.
Brentford var manni færri nánast allan leikinn en Sergio Reguilon fékk að líta rautt spjald á níundu mínútu og fengu heimamenn einnig vítaspyrnu.
Úr henni skoraði Jacob Bruun Larsen í 2-1 sigri Burnley sem er enn átta stigum frá öruggu sæti.
David Datro Fofana átti eftir að bæta við marki fyrir heimamenn en hann hefði átt að skora tvö í leiknum.
Fofana klúðraði ótrúlegu dauðafæri og var þetta mögulega klúður tímabilsins. Myndband af atvikinu má sjá hér.