Fulham 3 – 0 Tottenham
1-0 Rodrigo Muniz(’42)
2-0 Sasa Lukic(’49)
3-0 Rodrigo Muniz(’61)
Fulham fór illa með Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en um var að ræða síðasta leik dagsins.
Tottenham gat komist í fjórða sæti deildarinnar með sigri í dag en fékk svo sannarlega skell í Lundúnarslag.
Fulham vann þennan leik örugglega 3-0 þar sem Rodrigo Muniz skoraði tvö mörk fyrir heimamenn.
Tottenham er enn í fimmta sæti með 53 stig og er tveimur stigum á eftir Aston Villa sem situr í því fjórða.