fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
433Sport

Hundfúll með landsliðsvalið: Ekki sá leikmaður sem við þekkjum – ,,Hann lítur niður á landsliðið“

Victor Pálsson
Laugardaginn 16. mars 2024 18:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Thomas Gravesen, fyrrum leikmaður Real Madrid og Everton, er brjálaður eftir að danski landsliðshópurinn var kynntur fyrir helgi.

Gravesen botnar ekkert í því af hverju Christian Eriksen var valinn í hópinn en hann er varaskeifa hjá Manchester United í dag.

Eriksen var um tíma frábær miðjumaður og einn sá besti í ensku úrvalsdeildinni en hann lék þá með Tottenham.

Gravesen ber virðingu fyrir Eriksen sem er kominn á seinni árin í boltanum en hefði viljað sjá hinn 27 ára gamla Nicolai Vallys í hópnum í staðinn.

Vallys á að baki einn landsleik fyrir Dana og hefur skorað tíu mörk í 19 deildarleikjum fyrir Brondby í vetur.

,,Það er til skammar að hann hafi ekki valið Nicolai Vallys. Það er skandall því við erum með landsliðsþjálfara sem lítur niður á landsliðið,“ sagði Gravesen.

,,Þeir ákveða þess í stað að velja leikmann sem er á bekknum hjá Manchester United, Christian Eriksen, bara til að halda sambandinu gangandi.“

,,Christian Eriksen sem við þekkjum og elskum er ekki lengur til staðar, hann spilar ekki fótbolta í dag. Hann situr á bekknum og horfir á fótbolta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Guardiola borðar og sefur illa: ,,Ég geri mikið af mistökum“

Guardiola borðar og sefur illa: ,,Ég geri mikið af mistökum“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Van Dijk ræddi við leikmenn Fulham: ,,Hann var stressaður“

Van Dijk ræddi við leikmenn Fulham: ,,Hann var stressaður“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Stórstjörnur mættu að horfa á lið í þriðju deild – Skemmti sér með stuðningsmönnum

Stórstjörnur mættu að horfa á lið í þriðju deild – Skemmti sér með stuðningsmönnum
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Liverpool verður án Slot gegn Tottenham

Liverpool verður án Slot gegn Tottenham
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Segir þetta hafa farið í gegnum hausinn á mönnum þegar Gylfi sneri aftur – „Ég held að þær hafi líka skipt hann miklu máli“

Segir þetta hafa farið í gegnum hausinn á mönnum þegar Gylfi sneri aftur – „Ég held að þær hafi líka skipt hann miklu máli“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Mikael skoraði í mjög svekkjandi jafntefli gegn Juventus

Mikael skoraði í mjög svekkjandi jafntefli gegn Juventus
433Sport
Í gær

Tók virkilega óvenjulegri refsingu: Minnir á karakter úr Simpsons – ,,Ekki gaman fyrir þá að koma hingað heldur“

Tók virkilega óvenjulegri refsingu: Minnir á karakter úr Simpsons – ,,Ekki gaman fyrir þá að koma hingað heldur“
433Sport
Í gær

500 manns fengu óvæntan glaðning eftir langt ferðalag

500 manns fengu óvæntan glaðning eftir langt ferðalag