Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, hefur útskýrt af hverju hann valdi Aaron Ramsdale í landsliðið fyrir komandi verkefni.
Ramsdale er markmaður Arsenal en hann hefur lítið spilað í vetur og hefur í raun verið fastur á bekknum.
Þrátt fyrir það var Ramsdale valinn í enska hópinn en verður varamaður fyrir Jordan Pickford sem er númer eitt.
,,Við höfum valið þá þrjá markmenn sem við teljum að séu bestir. Það er ekki gott að Aaron sé ekki að spila,“ sagði Southgate.
,,Hann sýndi það þó síðustu viku, hvernig hann svaraði fyrir sig eftir mistök, hann er með hugarfarið í að spila fyrir England.“
Ramsdale spilaði nýlega með Arsenal gegn Brentford og gerði slæm mistök í þeim leik en stóð sig heilt yfir nokkuð vel.