Wolves 2 – 3 Coventry
0-1 Ellis Simms(’53)
1-1 Rayan Ait Nouri(’83)
2-1 Hugo Bueno(’88)
2-2 Ellis Simms(’97)
2-3 Haji Wright(‘100)
Wolves er óvænt úr leik í enska bikarnum eftir dramatískt tap gegn Coventry á heimavelli í dag.
Um var að ræða fyrsta leik dagsins í enska boltanum en Coventry hafði betur með þremur mörkum gegn tveimur.
Allt stefndi í að Wolves myndi fagna sigri en liðið var 2-1 yfir þegar 97 mínútur voru komnar á klukkuna.
Ellis Sims jafnaði hins vegar metin fyrir Coventry og þremur mínútum síðar eða á 100. mínútu skoraði Haji Wright sigurmark fyrir gestina.
Ótrúlegur leikur á Molineaux vellinum en Wolves skoraði einnig tvö mörk undir lok leiks til að taka forystuna.
Simms sá um að koma Coventry í forystu áður en Rayan Ait Nouri jafnaði metin á 83. mínútu og kom Hugo Bueno heimaliðinu yfir er tvær mínútur voru eftir.