fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Rapyd fjarlægir merki sitt af posum á Íslandi til að fela sig fyrir neytendum

Ritstjórn DV
Laugardaginn 16. mars 2024 13:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Félagið Ísland-Palestína fékk Maskínu til að gera könnun á afstöðu Íslendinga til viðskipta við fyrirtæki sem nota færsluhirðingu Rapyd. Niðurstaðan er að 57 prósent Íslendinga vilja síður eða alls ekki skipta við fyrirtæki sem nota Rapyd. 37 prósent segja að það skipti þau engu máli og aðeins 6 prósent segjast frekar vilja eiga viðskipti við fyrirtæki með færsluhirðingu frá Rapyd en önnur.

Rapyd er ísraelskt fyrirtæki með útibú á Íslandi og hefur verið í fréttum undanfarið vegna yfirlýsts stuðnings félagsins við stríð Ísrael á Gaza. Í tilkynningu Ísland-Palestínu segir að Rapyd hafi tekið beinan hátt í stríðinu með því að setja á stofn sérstaka stríðsstofu eða „war room“ til að aðstoða ísraelska herinn.

„Vegna þessa hafa neytendur á Íslandi viljað sneiða hjá viðskiptum við Rapyd þó það sé erfitt því fyrirtækið er stærsti færsluhirðir hér á landi. Rapyd hefur brugðist við sniðgöngunni með því að fjarlægja merki fyrirtækisins af posum – að eigin sögn til að fela fyrir neytendum að þeir séu að skipta við Rapyd.“

Ísland-Palestína fékk Maskínu til að gera könnun á afstöðu Íslendinga til viðskipta við fyrirtæki sem nota færsluhirðingu Papyd. Niðurstaðan er að 57 prósent Íslendinga vilja síður eða alls ekki skipta við fyrirtæki sem nota Rapyd. 37 prósent segja að það skipti þau engu máli og aðeins 6 prósent segjast frekar vilja eiga viðskipti við fyrirtæki með færsluhirðingu frá Rapyd en önnur.

„Niðurstaðan er vægast sagt sláandi,“ segir félagið.

„Ekki er mikill munur á afstöðu fólks eftir aldri eða búsetu en andstaðan við Rapyd er minnst í yngsta hópnum, 18-29 ára, þar sem tæp 50% vilja forðast Rapyd. Andstaðan við Rapyd eykst eftir með menntun því rúmlega 40% þeirra sem eru með grunnskólapróf vilja forðast Rapyd og rúm 50% þeirra sem eru með framhaldsskólapróf en nærri 70% þeirra sem eru með háskólapróf vilja síður eða ekki skipta við fyrirtæki sem nota Rapyd. Niðurstaðan er svipuð í öllum tekjuhópum en nokkuð mismunandi eftir stuðningi við stjórnmálaflokka eins og við er að búast.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe