fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Eyjan

Orðið á götunni: Katrín getur ekki sýnt það ábyrgðarleysi að yfirgefa sökkvandi skip

Eyjan
Laugardaginn 16. mars 2024 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðið á götunni er að blindur metnaður Katrínar Jakobsdóttur valdi því að hún hefur gælt við hugmyndina um að hlaupa undan ábyrgð sinni sem formaður Vinstri grænna sem berjast nú við mikið fylgistap og þann möguleika að þurrkast út af Alþingi. Hana langar mikið í forsetaembættið en hún veit eins og allir að skipstjóri er ávallt sá síðasti sem yfirgefur sökkvandi skip.

Hlaupi Katrín frá formennsku í Vinstri grænum skilur hún félaga sína í flokknum eftir í sárum því enginn er í sjónmáli sem gæti tekið við forystu í flokknum og snúið fylgishruninu við. Vart gætu það talist meðmæli með forsetaframbjóðanda að hafa látið taumlausa eiginhagsmuni ráða för og skilja flokk sinn eftir veglausan í ólgusjó fylgistaps og niðurlægingar. Þrátt fyrir allt er Katrín eina manneskjan innan Vinstri grænna sem gæti hjálpað flokknum til að bæta hag sinn nægilega til að haldast áfram inni á Alþingi eftir þingkosningarnar sem nálgast óðfluga.

Hverjir gætu tekið við forystu í Vinstri grænum ef Katrín gæfist upp og forðaði sér úr sökkvandi fleyi? Varaformaðurinn er Guðmundur Ingi Guðbrandsson sem tæki að óbreyttu við. Hann er næsta litlaus stjórnmálamaður og yrði vafalaust í miklu uppáhaldi hjá andstæðingum flokksins. Svandís Svavarsdóttir hefur reynsluna og keppnisskapið – en hún er í veikindaleyfi og óvíst um stöðu hennar.

Orðið á götunni er að innan Vinstri grænna sé rætt um það, renni Katrín af hólmi, að Steingrímur J. Sigfússon, sem verður sjötugur á næsta ári, verði kallaður til að taka sæti í ríkisstjórn í stað hennar Hann sat í 38 ár á þingi og óhætt er að segja að þjóðin hafi orðið hvíldinni fegin þegar hann lét af þingmennsku. Steingrímur er heilsuhraustur og óútreiknanlegur að mati þeirra sem til þekkja.

Hins vegar þarf ekki að búast við því að samstarfsflokkarnir í ríkisstjórn tækju því fagnandi að Steingrímur J. Sigfússon gengi aftur í stjórnmálum hér á landi. Væntanlega yrðu þá dagar ríkisstjórnarinnar fljótt taldir.

Hvernig sem á það er litið er ljóst að hugmyndir um að Katrín Jakobsdóttir fari í forsetaframboð nú í vor eru óraunhæfar og raunar galnar í ljósi þess að gera verður þær kröfur til forystumanna í ríkisstjórn að þeir sýni festu og alvöru forystu en hlaupi ekki undan merkjum þegar á móti blæs. Reyni Katrín fyrir sér í forsetaframboði afhjúpar hún hömlulausan metnað sinn og eiginhagsmunapot á kostnað þess hlutverks sem hún var valin til – reyndar gegn vilja fjölmargra eins og fylgi Vinstri grænna sýnir nú.

Orðið á götunni er að andstæðingar Vinstri grænna í öðrum flokkum eigi þá ósk heitasta að Katrín Jakobsdóttir láti blinda metnaðinn ráða, reyni fyrir sér í forsetakosningum og komi flokki sínum á vonarvöl. Fari hún fram á hún ekki afturkvæmt í stjórnmálin nái hún ekki kjöri á Bessastaði. Þá mun tilrauninni um Vinstri græna ljúka endanlega, andstæðingunum til mikillar gleði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Orðið á götunni: Trúverðugleiki Miðflokksins

Orðið á götunni: Trúverðugleiki Miðflokksins
Eyjan
Í gær

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Stjórnarskrárbrot Alþingis: Lögmaður sýnir svart á hvítu hversu miklu var breytt í frumvarpinu – „6 orð sem standa eftir“

Stjórnarskrárbrot Alþingis: Lögmaður sýnir svart á hvítu hversu miklu var breytt í frumvarpinu – „6 orð sem standa eftir“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Samfylkingin slaufaði Þórði – hvað gerir Sjálfstæðisflokkurinn við Jón Gunnarsson?

Orðið á götunni: Samfylkingin slaufaði Þórði – hvað gerir Sjálfstæðisflokkurinn við Jón Gunnarsson?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Diljá Mist hæðist að Miðflokksmönnum – „Það borgar sig að mæta í vinnuna“

Diljá Mist hæðist að Miðflokksmönnum – „Það borgar sig að mæta í vinnuna“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Inga lét sverfa til stáls – „Ég get til dæmis ekki lesið í gegnum höfuðið á þér“

Inga lét sverfa til stáls – „Ég get til dæmis ekki lesið í gegnum höfuðið á þér“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Heilbrigðismál: 220 hjúkrunarrými á kjörtímabilinu en ekki 700 eins og lofað var, segir Alma Möller

Heilbrigðismál: 220 hjúkrunarrými á kjörtímabilinu en ekki 700 eins og lofað var, segir Alma Möller