fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Klókt hjá Klopp að tilkynna óvænta brottför – ,,Hann er orkumikill og nýtur lífsins“

Victor Pálsson
Laugardaginn 16. mars 2024 11:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var mjög klókt af Jurgen Klopp að greina frá því að hann væri á förum frá Liverpool strax í janúar á þessu ári.

Þetta segir fyrrum enski landsliðsmaðurinn Joe Cole sem lék um tíma með Liverpool en þó ekki undir Klopp.

Liverpool hefur spilað glimrandi vel undanfarið og er í harðri toppbaráttu á Englandi og vann þá Sparta Prag samanlagt 11-2 í Evrópudeildinni.

Klopp mun kveðja Liverpool eftir tímabilið sem hefur svo sannarlega rifið menn í gang og virðist Þjóðverjinn njóta lífsins eftir að ákvörðunin var tilkynnt.

,,Þarna er aðalmaðurinn, Jurgen Klopp, hann er orkumikill á ný og er að njóta sín til fulls,“ sagði Cole um Klopp sem ákveður það sjálfur að stíga til hliðar.

,,Allir leikmenn sem klæða sig í rauðu treyjuna í dag sinna sínu starfi frábærlega og eru í toppstandi.“

,,Klopp er klárlega tilbúinn í endasprett deildarinnar og ég tel að það hafi verið mjög klókt að greina frá því að hann væri á förum strax í janúar.“

,,Það sem hefur gerst er það sem ég bjóst við að myndi gerast – allir stuðningsmenn liðsins standa við bakið á honum og átta sig á því að hann verður ekki hér til eilífðar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þekkir vel til í Danmörku og segir þetta umræðuna þar í landi um hugsanlega komu Arnars

Þekkir vel til í Danmörku og segir þetta umræðuna þar í landi um hugsanlega komu Arnars
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fernandes kemur sínum manni til varnar eftir tvö slæm mistök – ,,Höfum bullandi trú“

Fernandes kemur sínum manni til varnar eftir tvö slæm mistök – ,,Höfum bullandi trú“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Heilt ár síðan stórstjarnan skoraði mark í keppnisleik

Heilt ár síðan stórstjarnan skoraði mark í keppnisleik
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Segir að Arsenal hafi sýnt Ronaldo áhuga – ,,Hann vildi aldrei semja við þá“

Segir að Arsenal hafi sýnt Ronaldo áhuga – ,,Hann vildi aldrei semja við þá“