Það er ekki auðvelt verkefni að þjálfa lið Chelsea á Englandi en eigendur félagsins eiga það til að sýna litla sem enga þolinmæði.
Roman Abramovich eignaðist Chelsea árið 2003 og var hann duglegur að reka þjálfara liðsins ef gengið var brösugt.
Það sama má segja um núverandi eiganda Chelsea, Todd Boehly, sem hefur hingað til rekið tvo þjálfara á stuttum tíma.
Thomas Tuchel var upprunarlega látinn fara af Boehly og fylgdi Graham Potter þar á eftir – núverandi þjálfari liðsins Mauricio Pochettino er einnig valtur í sessi.
Síðustu tíu þjálfarar Chelsea verða allir atvinnulausir í sumar sem er í raun ótrúleg staðreynd.
Maurizio Sarri hefur sagt upp störfum hjá Lazio á Ítalíu, Rafael Benitez fékk sparkið hjá Celta Vigo og þá hættir Tuchel með Bayern eftir tímabilið.
Einnig á listanum eru þeir Andre Villas-Boas, Roberto Di Matteo, Jose Mourinho, Guus Hidding, Antonio Conte og Frank Lampard sem eru allir án starfs.