Svona hefst bréf 23 ára karlmanns til kynlífs- og sambandsráðgjafa The Sun, Dear Deidre.
„Ég er að fríka út eftir ástarjátningu hennar því ég hélt að við værum bara að hafa gaman. Ég vil ekki samband og ég er hræddur um að leyndarmál okkar muni splundra fjölskyldunni.“
Frænka hans er 21 árs og eru þau systkinabörn.
„Pabbi minn er móðurbróðir hennar,“ útskýrir hann.
„Við vorum náin þegar við vorum lítil en síðan flutti fjölskylda hennar þannig við hittumst ekki í mörg ár, þar til síðasta sumar þegar systir hennar gifti sig og við fórum öll í brúðkaupið, sem var haldið á hóteli.
Ég trúði ekki eigin augum þegar ég sá hversu guðdómleg hún hafði orðið. Við töluðum saman og döðruðum, og drukkum mikið.
Í lok kvöldsins fórum við saman upp á herbergi og enduðum með því að stunda kynlíf. Okkur fannst bara heitt að vita hversu hneyksluð fjölskylda okkar yrði ef þau bara vissu.“
Hann segir að næsta dag hafi þau ákveðið að taka þetta leyndarmál með í gröfina og aldrei endurtaka leikinn.
„En í september síðastliðnum flutti hún í sömu borg og ég, við byrjuðum að spjalla og ákváðum að hittast. Við reyndum að vera bara vinir en gátum það ekki. Það er svakaleg kynferðisleg spenna á milli okkar. Síðan þá höfum við stundað kynlíf við hvert tækifæri.
Vinir mínir hafa ekki hugmynd um að hún sé frænka mín. Fyrir nokkrum dögum vorum við í rúminu og hún sagðist elska mig og vildi opinbera samband okkar. Hún sagðist vera búin að skoða þetta og að við værum ekki að gera neitt ólöglegt. En ég vil ekki skuldbinda mig, hvað þá með henni.
Foreldrum mínum á eftir að finnast ég ógeðslegur. Vinum mínum á eftir að finnast ég vera perri.
Hvernig get ég bundið enda á þetta án þess að hún segi öllum skítuga leyndarmálið okkar?“
„Frænka þín hefur rétt fyrir sér, það er ekki ólöglegt í Bretlandi að stunda kynlíf með, og meira að segja giftast, frænku þinni eða frænda.
En það er ekki vandamálið. Þú vilt ekki skuldbinda þig og hún vill samband, og allt í einu er spennan farin.
Þú þarft að vera hreinskilinn við frænku þína en vertu almennilegur við hana. Segðu að þú sért hvorki tilbúinn í samband með henni né einhverri annarri.
Útskýrðu hvernig fjölskylda ykkar mun að öllum líkindum bregðast við fréttum af ykkar sambandi og reyndu að fá hana til að samþykkja að halda þessu leyndu áfram.
Það er gáfulegt að enda þetta á friðsamlegum nótum þar sem þið munið þurfa að hittast á fjölskylduviðburðum í framtíðinni.“