Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, segir að komandi leikur gegn Ísrael sé svokallaður 50/50 leikur.
Ísland og Ísrael mætast í Búdapest á fimmtudag í undanúrslitum umspils um sæti á EM í sumar. Sigurliðið mætir Úkraínu eða Bosníu í hreinum úrslitaleik um sæti á mótinu fimm dögum síðar.
„Þetta er 50/50 leikur. Við þurfum að finna veikleikana í þeirra liði. Við þurfum að vera rólegir og leggja hart að okkur til að vinna. Þetta þarf allt að vinna saman,“ sagði Hareide á blaðamannafundi í dag.
Hareide hefur fulla trú á sínu liði.
„Ég hef séð hvernig íslenskir leikmenn gefa líf og sál í leiki. Þeir eru sterkir í hausnum og hjartanu.“