Íslenska kvennalandsliðið stendur í stað í 15. sæti á styrkleikalista FIFA sem gefinn var út í dag, föstudag.
Frá því síðasti listi var gefinn út, í desember 2023, spilaði Ísland tvo leiki gegn Serbíu í umspili í Þjóðadeildinni. Fyrri leiknum lauk með 1-1 jafntefli og seinni leiknum lauk með 2-1 sigri Íslands sem tryggði liðinu áframhaldandi veru í A-deild.
Heimsmeistararnir frá Spáni eru í 1. sæti listans og Evrópumeistararnir frá Englandi í 2. sæti.