Arsenal og Bayern Munchen drógust saman í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í dag. Thomas Muller, leikmaður síðarnefnda liðsins, var í beinni á samfélagsmiðlum þegar drátturinn fór fram.
Mörg skemmtileg einvígi verða í 8-liða úrslitunum. Real Madrid og Manchester City mætast, PSG og Barcelona og loks Atletico Madrid og Dortmund.
„Það verður Arsenal. Kai Havertz vinur minn, ég bíð eftir þér,“ sagði Muller í upptökunni, en hann og Havertz eru samlandar.
„Þetta er flottur dráttur. Tvö góð lið, mjög góðir leikvangar og tvær mjög góðar borgir. Þetta verður erfitt en ég er alltaf jákvæður.“
Hér að neðan má sjá þetta.
Thomas Müller’s reaction to the draw pic.twitter.com/yQsgXQIbtv
— Bayern & Germany (@iMiaSanMia) March 15, 2024