fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Davíð Þór segir FH hafa tekið ákvörðun um að fara ekki í viðræður við Gylfa

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 15. mars 2024 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá FH segir að það hafi verið ákvörðun félagsins að fara ekki í viðræður við Gylfa Þór Sigurðsson um að koma í raðir félagsins.

FH bauð Gylfa ekki samning eins og hann sagði sjálfur frá í samtali við 433.is í gær.

Smelltu hér til að hlusta á ítarlegt viðtal við Gylfa um stöðu mála.

Gylfi Þór samdi við Val í gær en bæði Víkingur og KR reyndu að sannfæra hann um að koma en hann ákvað að velja Val og skrifaði undir tveggja ára samning.

„Það fór aldrei svona langt, við buðum honum að æfa með okkur fyrir ári síðan sem hann afþakkaði. Það var ákvörðun sem var tekin að fara ekki í viðræður um samning núna, við ákváðum að taka ekki þátt að þessu sinni,“ segir Davíð í samtali við 433.is.

Gylfi ólst upp hjá FH og hafði fyrir nokkrum árum sagt að hann ætlaði sér að klára ferilinn með FH, þrátt fyrir að það sé enn mögulegt er það hins vegar ólíklegt en Gylfi verður á 36 aldursári þegar samningur hans við Val rennur út.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“
433Sport
Í gær

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“
433Sport
Í gær

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“