Sigurður Gísli Bond Snorrason, Siggi Bond, var gestur Íþróttavikunnar í þetta skiptið. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum.
Sigurður er mikill stuðningsmaður Manchester United og sagði skemmtilega sögu af því þegar hann fór á leik á Old Trafford fyrr á leiktíðinni.
„Ég fór á Manchester United-Bournemouth í desember. Svo þegar leikurinn var að byrja sé ég (Sergio) Reguillon vera að gíra mannskapinn upp. Þá hugsaði ég: Jesús minn, ég nenni ekki að horfa á þetta. Hann var alveg ofpeppaður og gat náttúrulega ekkert,“ sagði Sigurður léttur.
„Sennilega ekkert eðlilega sáttur með að vera í United,“ skaut Helgi inn í.
Reguillon er á láni hjá Brentford frá Tottenham sem stendur en fyrri hluta tímabils var hann hjá United.
Umræðan í heild er í spilaranum.
Íþróttavikan er í boði Bola léttöl og Lengjunnar