fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Pressan

X fjarlægði mannátsmyndband Elon Musk

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 15. mars 2024 15:30

Elon Musk. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndband sem Elon Musk birti á samfélagsmiðlinum X var fjarlægt fyrir að brjóta reglur miðilsins. Þetta vekur athygli í ljósi þess að Musk er eigandi X, áður Twitter.

Myndbandið sem um ræðir átti að sýna meint mannát á götum úti á Haítí, en ófremdarástand hefur ríkt þar undanfarin misseri þar sem glæpagengi vaða uppi.

Fjölmargir fóru að dreifa sögum þess efnis að íbúar Haítí væru farnir að grípa til mannáts vegna ástandsins í landinu.

Í umfjöllun NBC News kemur fram að myndbönd sem eiga að sýna mannát séu runnar undan rifjum glæpagengja í landinu. Um sé að ræða áróðurstaktík til að hræða meðlimi annarra gengja. Myndböndin séu ekki ný heldur nokkurra ára gömul.

Myndbandið sem Musk birti með færslu sinni hefur verið fjarlægt þar sem um „áróður“ var að ræða og við færsluna stendur að það hafi brotið í bága við reglur X.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn í Teslunni: Konan fór frá honum um jólin vegna gruns um framhjáhald

Maðurinn í Teslunni: Konan fór frá honum um jólin vegna gruns um framhjáhald
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Árásarmaðurinn fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum og þjónaði í hernum – Lögregla skoðar möguleg tengsl við ISIS

Árásarmaðurinn fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum og þjónaði í hernum – Lögregla skoðar möguleg tengsl við ISIS
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?

Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?