Sigurður Gísli Bond Snorrason, Siggi Bond, var gestur Íþróttavikunnar í þetta skiptið. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum.
Meistaradeildin var í fullu fjöri í vikunni. Meðal annars vann Arsenal nauman sigur á Porto í vítaspyrnukeppni.
„Ef þú ert búinn að fylgjast með Porto í Meistaradeildinni síðustu tíu ár vissirðu alveg að þetta yrði hörkueinvígi. Porto er mjög gott lið og svakalega skipulag. Mér fannst bara vel gert hjá Arsenal að klára þetta þó svo að það hafi verið í vító,“ sagði Sigurður.
Hrafnkell tók til máls.
„Það olli mér samt vonbrigðum að þeir hafi ekki nýtt sér betur andann á vellinum og búið sér til fleiri færi. Þeir voru með XG undir 1 á undir 120 mínútum.“
Umræðan í heild er í spilaranum.
Íþróttavikan er í boði Bola léttöl og Lengjunnar