Sigurður Gísli Bond Snorrason, Siggi Bond, var gestur Íþróttavikunnar í þetta skiptið. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum.
Ísland mætir Ísrael í undanúrslitum umspils um sæti á EM á fimmtudag. Menn eru hóflega bjartsýnir en hafa þó trú á íslenska liðinu.
„Maður er búinn að vera með þann blauta draum lengi að vera með Aron og Gylfa heila í þessum leikjum. En maður veit núna að það er ekki möguleiki. En við erum með ungt lið og ég er bara spenntur,“ sagði Hrafnkell í þættinum.
„Ég set ekki kröfu á að við vinnum Ísrael en við getum það klárlega. En að mæta Úkraínu í úrslitaleik, það verður brekka. Þeir eru með hörkulið.“
Umræðan í heild er í spilaranum.
Íþróttavikan er í boði Bola léttöl og Lengjunnar