Sigurður Gísli Bond Snorrason, Siggi Bond, var gestur Íþróttavikunnar í þetta skiptið. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum.
Það var að sjálfsögðu rætt um félagaskipti Gylfa Þórs Sigurðssonar í Val í þættinum.
„Þetta er það stærsta sem hefur gerst í deildinni hérna heima. Þetta er langbesti leikmaður Íslandssögunnar fyrir utan Eið Smára,“ sagði Sigurður.
Hrafnkell telur það gott fyrir deildina í heild að fá Gylfa heim og breyta umræðunni um toppbaráttuna.
„Þetta ýtir deildinni svo mikið upp og eykur spennuna. Það er búin að vera umræða í vetur um að Víkingar séu með langbesta liðið. Þetta setur Val í bílstjórasætið. Þeir eiga að klára þetta mót og annað væri bara skandall.“
Umræðan í heild er í spilaranum.
Íþróttavikan er í boði Bola léttöl og Lengjunnar