Íbúar í Urriðaholtshverfinu hafa verið að deila ljósmyndum og frásögnum af innbrotum og tilraunum til innbrota undanfarna daga. Virðist sem svo sem innbrotsþjófar séu með hverfið í sigtinu.
Einn íbúi við Hraungötu, vestarlega á holtinu, lýsti því á samfélagsmiðlum í gær að brotist hafi verið inni í útigeymslurnar á húsnæðinu. Einnig að reynt hafi verið að spenna upp hurðina að bílastæðakjallarnum. Það hafi hins vegar ekki tekist.
Annar íbúi við Keldugötu, einnig vestarlega á Urriðaholti, lýsir sams konar reynslu. Það er að reynt hafi verið að spenna upp hurð að hjólageymslunni en án árangurs.
Í athugasemd við þá færslu greinir annar íbúi við Hraungötuna að reynt hafi verið að brjótast inn í geymslu. Virðist sem svo að þessi innbrot og tilraun til innbrota hafi allt gerst á mjög svipuðum tíma.
Í janúar varaði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu við innbrotafaraldri í heimahúsum. Mælst var til þess að fólk safnaði upplýsingum um grunsamlegar mannaferðir. Svo sem að skrifa niður bílnúmer og lýsingar á fólki. Þá sagði lögreglan að myndefni úr öryggismyndavélum væri oft mjög hjálplegt.
Minnt var á að láta nágranna vita ef fólk fer úr bænum en ekki samfélagsmiðla. Innbrotsþjófar fylgdust vandlega með þeim.