fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Birta opið bréf til Heru Bjarkar – „Það þarf breitt bak, kjark og opið hjarta til að standa með mennskunni“

Fókus
Föstudaginn 15. mars 2024 11:42

Anna Tómasdóttir, Margrét Manda Jónsdóttir og Martha Jóns Hjördísardóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrjár konur, sem titla sig sem hjúkrunarfræðinga og mannvini, hafa skrifað opið bréf til Heru Bjarkar til að fræða hana um stöðuna á Gaza.

Þær Anna Tómasdóttir, Margrét Manda Jónsdóttir og Martha Jóns Hjördísardóttir beina orðum sínum til Heru Bjarkar sem vann Söngvakeppni sjónvarpsins fyrr í mars og mun keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision í maí. Hún hefur greint frá því að hún ætlar út að keppa en ákvörðun hennar hefur verið mjög umdeild.

Sjá einnig: Hera rýfur þögnina: Erfiðast að fá ljót skilaboð

Samkvæmt nýrri könnun Maskínu vilja fleiri að Ísland sniðgangi Eurovision en taki þátt.

Sjá einnig: Óánægja með lag Heru Bjarkar – Vilja að Ísland sniðgangi keppnina

Anna, Margrét og Martha lásu viðtal við Heru sem var unnið upp úr Mannlega þættinum á RÚV.

„Í því virðist gæta ákveðins misskilnings, að við getum ekki hjálpað fólki eða að staðan á Gaza sé eitthvað sem við getum ekkert gert til að breyta,“ segja þær við Heru í bréfinu, sem er birt á pistlavef Vísis.

„Ísrael og Palestína eru ekki þjóðarbrot sem eru að takast á. Palestína er hernumið land og Ísrael er hernámsþjóð. Í áratugi hefur Ísrael kúgað íbúa Palestínu og ísraelski herinn ítrekað orðið uppvís að stríðsglæpum og brotum á alþjóðasáttmálum. Þannig hafa alþjóðastofnanir og öll helstu mannúðarsamtök heims í áratugavís fordæmt aðskilnaðarstefnu stjórnvalda, ólöglega landtöku, þvingaða fólksflutninga, hóprefsingar, takmarkanir á ferðafrelsi, frelsissviptingar og pyntingar.“

Þær lýsa nánar ástandinu í pistlinum á Vísi sem má lesa hér.

„Því miður eru stríð í mörgum ríkjum, það þýðir ekki að við getum ekki gert neitt. Við getum einmitt gert alveg helling. Við getum hjálpað manneskjum, við getum beitt þrýstingi til dæmis með því að hætta að kaupa ákveðnar vörur og taka ekki þátt í viðburðum með Ísrael.

Við verðum öll að taka höndum saman og gera það sem við getum til að hjálpa fólki. Nú sem aldrei fyrr þarf að taka skýra og afdráttarlausa afstöðu gegn þjóðarmorði Ísraela á palestínsku þjóðinni. Við sjáum á hverjum degi að staðan á Gaza er sú versta sem hefur sést í áratugi, mögulega nokkurn tíma. Fleiri börn hafa verið drepin á Gaza en í öllum átökum heimsins síðastliðin 4 ár.

Það þarf breitt bak, kjark og opið hjarta til að standa með mennskunni. Við þurfum öll að beina athyglinni að okkur sjálfum því við erum einmitt fólkið sem getur gert eitthvað í málunum.

Kærleikur er ein fallegasta tilfinningin.

Lágmarkskrafa er vopnahlé strax.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Mun Karl Bretakonungur stíga til hliðar um jólin?

Mun Karl Bretakonungur stíga til hliðar um jólin?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þekkirðu fólkið? – Mexíkósk kona leitar upplýsinga um fólkið sem faðir hennar umgekkst sem skiptinemi á Íslandi fyrir hálfri öld

Þekkirðu fólkið? – Mexíkósk kona leitar upplýsinga um fólkið sem faðir hennar umgekkst sem skiptinemi á Íslandi fyrir hálfri öld
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gefur Bríet falleinkunn fyrir tónleika – „Stundum var líkt og söngkonan syngi í gegnum nefið“

Gefur Bríet falleinkunn fyrir tónleika – „Stundum var líkt og söngkonan syngi í gegnum nefið“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?