Sharna, sem er áströlsk, heldur úti OnlyFans-síðu þar sem áskrifendur hennar eru karlar sem vilja láta niðurlægja sig. Borga þeir henni pening fyrir að tala niður til þeirra og gera lítið úr þeim, til dæmis varðandi stærðina á getnaðarlimi þeirra.
Þetta virðist skila tekjum í vasann og nefnir Sharna að einn mánuðinn hafi hún fengið 20 milljónir króna í tekjur af síðunni. Sharna segir að hana hafi lengi dreymt um að starfa í „fullorðinsbransanum“ eins og hún orðar það í viðtali við Daily Star.
Hún getur stjórnað sinni vinnu sjálf og getur því látið annan draum sinn rætast samhliða en það er að ferðast um heiminn. Hefur hún þegar heimsótt 27 lönd á síðustu árum og stefnir hún á að heimsækja mun fleiri lönd þegar fram líða stundir.
Áskrifendur að síðunni eru margir og segir hún frá einu vandræðalegu augnabliki í viðtalinu. Komst hún að því að 35 ára gamall frændi hennar var á meðal áskrifenda.
„Hann reyndi að segja mér að þetta væri ekki hann. Þetta væri vinur hans sem væri giftur og gæti ekki notað sitt rétta nafn eða sitt kreditkort,“ segir hún og bætir við að hún hafi ekki trúað þessari sögu í eina sekúndu. Fjarlægði hún hann af síðunni í kjölfarið.
Sharna segir að hún og frændi hennar hafi oft hist þegar þau voru börn og hittist stundum í fjölskylduboðum. Veit hún ekki hvernig andrúmsloftið verður næst þegar þau hittast. „Ég hef ekki sagt fjölskyldunni minni frá þessu því ég vil ekki búa til eitthvað drama,“ segir hún.