Búið er að draga í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu, sem og undanúrslitin. Nóg af áhugaverðum leikjum verða á dagskrá.
Arsenal fær erfitt verkefni gegn Bayern Munchen og hitt enska liðið í keppninni, Manchester City, fær einnig strembið verkefni og mætir Real Madrid.
PSG og Barcelona mætast þá í stórleik.
8-liða úrslit
Arsenal – Bayern Munchen
Atletico Madrid – Dortmund
Real Madrid – Manchester City
PSG – Barcelona
Fyrri leikir 8-liða úrslita fara fram 9. og 10. apríl og seinni leikir 16. og 17. apríl.
Undanúrslit
Atletico Madrid/Dortmund – PSG/Barcelona
Arsenal/Bayern Munchen – Real Madrid/Manchester City
Fyrri leikir undanúrslita fara fram 30. apríl og 1. maí og seinni leikir 7. og 8. maí.