fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fréttir

Ráðist á Árna Tómas lækni: „Það komu tveir þreknir gaurar til mín á stofuna“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 15. mars 2024 11:00

Árni Tómas. Mynd/Skjáskot RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árni Tómas Ragnarsson læknir varð fyrir líkamsárás í vikunni þegar tveir þrekvaxnir menn mættu til hans og heimtuðu nýtt vottorð vegna morfínlyfja. Frá þessu greinir Árni í ítarlegu viðtali við Heimildina sem kom út í dag.

Árni Tómas, sem er gigtarlæknir, hefur verið talsvert í umræðunni upp á síðkastið en hann var sviptur leyfi fyrir skemmstu til að skrifa út morfínskyld lyf.

Í viðtalinu kemur meðal annars fram að Árni sé að jafna sig eftir að hafa orðið fyrir líkamsárás síðastliðinn þriðjudag.

„Það komu tveir þreknir gaurar til mín á stofuna og voru nokkuð aggressívir. Þeir vildu að ég breytti vottorði sem ég hafði gefið mömmu annars þeirra. Hún hafði flúið til Spánar eftir að ég var hættur þar sem fíklamál eru frjálslegri. Hún bað mig um að skrifa vottorð um að hún hefði fengið dópið hjá mér og að ég bætti við að hún væri að taka þetta vegna gigtar og gamals fótbrots. Ég hafði sagt henni að ég myndi ekki staðfesta það heldur myndi ég bara skrifa að hún væri drug addict, sem er rétt,“ segir hann við Heimildina.

Árni segir að þetta hafi endað þannig á þriðjudag að hann var kýldur mjög föstu höggi fyrir bringspalirnar. Kveðst hann hafa legið emjandi á gólfinu eftir árásina. Árni segist hafa tilkynnt málið til lögreglu og líklega hafi verið um tvo handrukkara að ræða.

Ítarlegt viðtal við Árna má nálgast í Heimildinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“
Fréttir
Í gær

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“