fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Hefði betur eldað beikonið meira en hann gerði – Óhugnanleg uppgötvun í heila manns

Pressan
Föstudaginn 15. mars 2024 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

52 ára Flórídabúi sem leitaði til læknis vegna slæmra höfuðverkja trúði sennilega ekki eigin eyrum þegar læknar sögðu honum hvað væri í gangi.

Maðurinn hafði glímt við mígreni lengi vel en skyndilega var eins og lyfin virkuðu ekki. Eftir að hafa farið í heilaskanna kom í ljós að í heila mannsins reyndist lirfa af bandormi dvelja í góðu yfirlæti.

Fjallað var um málið í vísindaritinu American Journal of Case Reports og hafa bandarískir fjölmiðlar, þar á meðal CNN, fjallað um málið.

Um er að ræða svokallaðan svínabandorm (e. Taenia solium) sem eins og nafnið gefur til kynna á rætur sínar að rekja til svína. Það furðulega við greininguna var sú staðreynd að maðurinn var ekki beint útsettur fyrir smiti; hann starfaði ekki í svínarækt, hafði ekki komið nálægt lifandi svínum og hafði ekki heimsótt tilgreind hættusvæði.

Hann játaði hins vegar að hafa borðað lítið eldað beikon allt sitt líf. Hvernig lirfan rataði í heila mannsins er óvíst en vísindamenn eru með sínar kenningar. Ein er á þá leið að maðurinn hafi borðað sýkt kjöt og ekki þvegið sér nægilega vel um hendurnar eftir að hafa farið á salernið. Eggin hafi svo ratað aftur inn í líkamann í gegnum nef eða munn.

Í greinargerð vísindamanna kemur fram að maðurinn hafi í raun verið heppinn að hafa bara þjáðst af höfuðverkjum því mikil hætta sé á heilablæðingu þegar lirfurnar komast í heilann.

Maðurinn fór á sterkan lyfjakúr eftir að þetta uppgötvaðist og tókst honum að losna við hinn óboðna gest í kjölfarið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 3 dögum

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú gert örbylgjuofninn skínandi hreinan á nokkrum mínútum

Svona getur þú gert örbylgjuofninn skínandi hreinan á nokkrum mínútum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum