Fjórum leikjum er lokið það sem af er kvöldi í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.
West Ham tapaði fyrri leik sínum gegn Freiburg 1-0 fyrir viku en flaug hins vegar áfram á heimavelli í kvöld. Lucas Paqueta kom og Jarrod Bowen sáu til þess að liðið var 2-0 yfir í hálfleik. Aaron Cresswell bætti við marki snemma í seinni hálfleik og staðan orðin vænleg. Mohammed Kudus átti eftir að skora tvisvar og lokaniðurstaðan því 5-0, 5-1 samanlagt.
Marseille er einnig komið áfram þrátt fyrir 3-1 tap gegn Villarreal í kvöld. Franska liðið hafði unnið fyrri leikinn 4-0.
Benfica vann þá sterkan 0-1 útisigur á Rangers og er þar með komið áfram. Fyrri leiknum lauk 2-2, en Rafa Silva skoraði mark portúgalska liðsins í kvöld.
Loks fór AC Milan þægilega áfram gegn Slavia Prag. Fyrri leiknum lauk 4-2 fyrir Milan og liðið vann 1-3 í Tékklandi í kvöld með mörkum Christian Pulisic, Ruben Loftus-Cheek og Rafael Leao.