Breiðablik er komið í úrslitaleik Lengjubikars karla eftir sigur á Þór í undanúrslitum fyrir norðan í dag.
Það var markalaust allt þar til á 7. mínútu uppbótartímans þegar Aron Bjarnason, sem gekk í raðir Blika í vetur, skoraði sigurmarkið.
Blikar eru því sem fyrr segir komnir í úrslitaleikinn. Þar verður andstæðingurinn Valur eða ÍA, en liðin mætast að Hlíðarenda næstkomandi miðvikudag.
Úrslitaleikurinn fer svo fram þann 27. mars.