fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Bjóða Gylfa Þór velkominn með gæsahúðar myndbandi

Helgi Sigurðsson
Föstudaginn 15. mars 2024 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valur tilkynnti í gær um komu Gylfa Þórs Sigurðssonar til liðsins. Besta deildin býður hann velkominn með skemmtilegu myndbandi.

Þessi markahæsti landsliðsmaður í sögu Íslands er sem stendur með liðinu í æfingaferð, en hann hefur verið sterklega orðaður við Hlíðarendafélagið. Nú er hann genginn í raðir félagsins og tekur slaginn með því í Bestu deildinni í sumar.

Gylfi sneri aftur á völlinn í haust með Lyngby og íslenska landsliðinu en hann rifti samningi sínum við Lyngby vegna meiðsla í vetur og fór í endurhæfingu á Spáni.

Gylfi er einn fremsti leikmaður Íslandssögunnar, á yfir 80 A-landsleiki og hefur skorað í þeim 27 mörk, flest allra.

Þá hefur Gylfi spilað fyrir Tottenham, Everton og Swansea í ensku úrvalsdeildinni, svo eitthvað sé nefnt.

Þrátt fyrir að hafa snúið aftur í landsliðið í haust er talið ansi ólíklegt að hann verði í hópnum fyrir umspilsleikinn gegn Ísrael síðar í þessum mánuðum. Tilkynnt verður um það í dag.

Hér að neðan má sjá myndband Bestu deildarinnar til heiðurs Gylfa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“
433Sport
Í gær

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“
433Sport
Í gær

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“