Malik Scott, unnusti sjónvarpskonunnar Kate Abdo, skellti sér á Instagram í gær og birti mynd af parinu. Lét hann rós fylgja með myndinni.
Abdo og Scott hafa verið í umræðunni eftir furðulegt grín Liverpool goðsagnarinnar og sparkspekingsins Jamie Carragher fyrr í vikunni.
Meira
Konan varð agndofa í beinni þegar hún var sökuð um að halda framhjá unnusta sínum
Atvikið átti sér stað eftir leik Arsenal og Porto í Meistaradeildinni, þar sem enska liðið fór áfram.
„Ég er heiðarleg við mína,“ sagði Abdo í beinni útsendingu þegar umræðan var farin á flug.
„Þú ert ekki trú Malik Scott,“ sagði Carragher þá og varð Abdo furðu lostinn.
Þau ávörpuðu þetta þó í umfjöllun sinni um Meistaradeildina kvöldið eftir.
„Hann gerir allt fyrir athygli en biðst afsökunar,“ sagði Abdo á léttu nótunum um Carragher í beinni útsendingu 24 klukkustundum eftir að ummælin féllu.
Abdo og Carragher vinna saman í kringum Meistaradeild Evrópu hjá CBS.
Hér að neðan má sjá myndina sem Scott birti í gær.