„Ég borða hreinar afurðir. Ég drekk ekki áfengi. Ég hugsa um líkama minn. Ég var að gera alla réttu hlutina,“ segir Thomas Pritchard 23 ára gamall íþróttakennari sem búsettur er í Florída í Bandaríkjunum.
Niðurstaðan um að hann væri með gáttatif kom honum því mjög á óvart, þar sem hann taldi sig lifa fullkomlega heilsuhraustu líferni. Pritchard hafði sem íþróttamaður ávallt sett hreyfingu í forgang og hélt sig við heilbrigt mataræði. Þegar hann tók við nýju starfi sem íþróttakennari ákvað hann að finna sér áhugamál til að halda sér virkum.
„Ég byrjaði að verða ástfanginn af langhlaupum svo ég skráði mig í fyrsta maraþonið mitt með systur minni 26. nóvember 2023,“ segir hann í viðtali við People. „Eftir að ég lauk maraþoninu fannst mér eitthvað vera að líkama mínum, en ég hafði samt engar áhyggjur. Enda nýbúinn að hlaupa 42,2 km og gerði ráð fyrir að mér ætti ekki að líða 100%“
Þrátt fyrir að hafa hunsað einkenni í upphafi, segir Pritchard að þau hafi komið upp viku síðar.
„Ég vaknaði upp með öran hjartslátt og ég vissi á því augnabliki að eitthvað var að. Það var heilsugæsluna og þeir settu mig í hjartalínurit og sögðu svo: „Þú verður að fara strax á bráðamóttökuna. Þú ert með gáttatif.“
Gáttatif (e. atrila fibrillation) er truflun á rafleiðni hjartans. Rafboð hjartans byrja þá ekki á réttum stað í hægri gátt hjartans (sínushnút) heldur berast mörg rafboð frá mismunandi stöðum í gáttinni en ekki ná öll til slegla hjartans (AV-hnúðs) til að framkalla samdrátt. Við þetta ástand slær hjartað í óreglulegum takti og oft mun hraðar en venjulega, samkvæmt upplýsingum á Heilsuveru.
Gáttatif getur verið einkennalaust, sérstaklega hjá eldra fólki. Algengustu einkennin eru:
Pritchard var lagður inn á spítala þar sem hann fór í brottnám, skurðaðgerð til að búa til örvef inni í hjartanu til að viðhalda eðlilegum hjartslætti. Dvölin varð lengri á spítalanum þar sem hann fékk fylgikvilla, sjóntruflanir. Eftir skimun komst hann einnig að því að hann væri með „gat í hjarta mínu“.
„Ég greindist með hjartasjúkdóm og þurfti að fara í hjartaaðgerð. Ég lifði í ótta næsta einn og hálfan til tvo mánuðina. Ég var svo hræddur og hugsaði: „Guð minn góður, ég er svo ungur,“ rifjar hann upp.
Pritchard hitti fjölmarga lækna, þar á meðal hjartalækna og taugalækna, sem sögðu honum að því miður hefði heilbrigður lífsstíll hans ekki getað komið í veg fyrir greiningu hans.
„Hjartalæknirinn minn sagði: „Heyrðu, það er ekkert sem þú getur gert. Ef hjartað fer að fara úr takti, þá kemurðu aftur inn og við reddum því og við sjáum um það.“ Ég man að ég sat á spítalanum og hugsaði: „Guð minn góður, ég er búinn að borða hreint. Ég drekk ekki áfengi. Ég hugsa um líkama minn. Ég er í frekar góðu líkamlegu formi. Ég var að gera réttu hlutina, það er svo klikkað. Þannig að þetta átti greinilega alltaf að gerast,“ segir hann.
Pritchard viðurkennir að skilningur á þeim þætti hafi verið „fegurðin við greininguna“ og hjálpað honum að sætta sig við við ferlið.
„Það var einhver friður þegar ég komst að því að ég get ekkert gert. Ég trúi því virkilega að þetta séu ein bestu tíðindi sem ég hef fengið. Það neyðir mig til að lifa í núinu. Það neyðir mig til að lifa án ótta.“
Pritchard hefur frá því að hann greindist unnið með hjartalækni sínum til að fara aftur í líkamsrækt og hefur það sem markmið að geta orðið styrktar- og líkamsþjálfi.
Í síðasta mánuði gat Pritchard hlaupið að nýju og hljóp hann ásamt nemendum sínum fyrir árlegt maraþon skólans á háskólasvæðinu, sem var styrkt af Heights Foundation og American Heart Association. Hann hleypur nú til að vekja athygli á þeim sem búa við hjartasjúkdóma eins og AFib.
„Ég áttaði mig á því að ég gæti safnað góðri upphæð fyrir þessar stofnanir. Og þá áttaði ég mig á því að þetta snerist um vitundarhlutann. Það geta allir séð: „Hér er ungur íþróttakennari með hjartasjúkdóm.“ Þetta var svo sérstakur viðburður og ég var svo þakklátur fyrir að vera hluti af honum.“
Pritchard bætir við að heilsuhræðslan og að læra hvernig á að stjórna virkum lífsstíl sínum með AFib hafi breytt lífi hans.
„Þetta hefur gefið mér þessa þekkingu og ég hef bara verið fús til að læra og fletta upp á samfélagsmiðlum hvernig á að verða betri í að hlaupa með hjartasjúkdóm. Þannig að þetta hefur gefið mér svo mikla yfirsýn. Á endanum reyndist þetta blessun.“