fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Með rauða pöndu í ferðatöskunni

Pressan
Föstudaginn 15. mars 2024 20:30

Rauðar pöndur eiga ekki að vera í ferðatöskum. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sex indverskir ríkisborgarar voru handteknir í Taílandi í síðustu viku, grunaðir um smygl. Í ferðatöskum þeirra fundust eiturslöngur, fuglar, apar og rauð panda en þær eru í útrýmingarhættu.

Venjulega eru ferðatöskur fullar af fatnaði og minjagripum en Indverjarnir sex höfðu safnað að sér heldur óvenjulegum gripum á ferð sinni um Taíland.

The Guardian segir að samkvæmt upplýsingum frá taílenskum tollyfirvöldum þá hafi mennirnir reynt að smygla 87 dýrum ólöglega úr landi.

Meðal þessara dýra voru fuglar, slöngur, eðlur, apar og rauð panda.

Taíland er þekktur viðkomustaður dýrasmyglara og eru dýrin oft seld til Kína eða Víetnam.  Eru þeir oft með dýr annars staðar úr heiminum með í för. Á síðustu árum hefur smygl til Indlands færst í vöxt.

Að sögn yfirvalda hafa dýr frá Suður-Ameríku og Himalaya verið meðal þeirra dýra sem reynt hefur verið að smygla í gengum Taíland að undanförnu.

Ef Indverjarnir verða fundnir sekir um smygl eiga þeir allt að tíu ára fangelsi yfir höfði sér eða sekt sem nemur fjórföldu verðmæti dýranna sem þeir reyndu að smygla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Talaði Trump af sér?
Pressan
Í gær

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Í gær

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum
Pressan
Fyrir 3 dögum

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?