fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Spænsk glæpagengi beina sjónum sínum að „fljótandi gulli“ – Sú vara sem einna mest er stolið úr stórmörkuðum

Pressan
Föstudaginn 15. mars 2024 07:00

Ólífuolíuframleiðsla hefur dregist saman.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt nýjum tölum þá er ólífuolía sú vara sem næstmest er stolið úr stórmörkuðum á Spáni um þessar mundir. Ástæðan er að verð á ólífuolíu hefur hækkað mikið vegna mikill þurrka í sunnanverðri Evrópu en þeir hafa komið illa niður á ólífuræktun.

Sky News segir að skipulögð glæpagengi beini nú sjónum sínum í miklum mæli að ólífuolíu sem er oft kölluð „fljótandi gull“. Stela gengin henni og selja síðan.

Nú er svo komið að aðeins áfengi er meira stolið úr spænskum stórmörkuðum. Í þriðja sæti er Iberico skinka.

Einn lítri af hágæða ólífuolíu kostaði tæpar 5 evrur fyrir fjórum árum. Nú kostar hann um 14 evrur.

Spánn er stærsta framleiðsluland ólífuolíu í heiminum og fjölskyldur kaupa hana yfirleitt í miklu magni til að nota við matseld.

Til að bregðast við þjófnaði á henni hafa stórmarkaðir gripið til þess ráðs að festa fimm lítra ólífuolíuflöskur saman með keðjum og læsa þeim. Í sumum verslunum er búið að setja þjófavörn á eins lítra flöskur. En þjófar nota oft sterka segla til að losa þessar þjófavarnir af flöskunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skilur ekki gleðina yfir morðinu sem allir eru að tala um

Skilur ekki gleðina yfir morðinu sem allir eru að tala um
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn