Gleison Bremer, miðvörður Juventus, er sagður á óskalista Manchester United fyrir sumarið. Verðmiði hann er hentugur ef fjárhagsreglur eru hafðar að sjónarmiði.
Hinn 26 ára gamli Bremer er að eiga mjög gott tímabil með Juventus, en hann kom til liðsins frá grönnunum í Torino 2022.
Brasilíumaðurinn skrifaði undir nýjan samning við Juventus í fyrra en þar er klásúla upp á 43 milljónir punda.
Sir Jim Ratcliffe og hans menn í United telja það viðráðanlega upphæð, sérstaklega vegna FFP reglna.
Þó hafa fleiri félög áhuuga á Bremer og má þar nefna Real Madrid.
Juventus gerir allt eins ráð fyrir að missa Bremer í sumar og er farið að skoða arftaka hans.
Auk Bremer er Jarrad Branthwaite hjá Everton á lista yfir miðverði sem United vill fá í sumar. Hann myndi þá kosta um 75 milljónir punda.